Um okkur


Þinn hagur í bílavarahlutum
Síðan árið 1996

Um okkur

Fyrirtækið AB-varahlutir var stofnað árið 1996 og sérhæfum við okkur í sölu bifreiðavarahluta þar sem áhersla er lögð á að bjóða breitt vöruúrval. Fyrirtækið var í upphafi staðsett að Bíldshöfða 18 en í lok 2011 fluttum við okkur um set að Funahöfða 9.

Við bjóðum upp á gott úrval boddí-hluta, ökuljósa og spegla sem og slithluti, t.d. hemlahluti, stýrishluti, spyrnur, hjólalegur, fjöðrunar-gormar, demparar, öxulliði, öxulhosur, reimar og kúplingssett. „Okkar aðalsmerki er að eiga hlutina til á lager en í þeim tilfellum sem svo er ekki þá tekur það aðeins um 2 – 14 daga að útvega hlutina. Árið 2010 var opnað útibú í Reykjanesbæ að Njarðarbraut 1, um mitt ár 2011 á Akureyri að Njarðarnesi 1, 2013 á Egilsstöðum að Fagradalsbraut 25 og svo í Maí 2016 á Selfossi að Gagnheiði 34.

Fyrirtækið hefur ávallt lagt upp með að veita persónulega þjónustu og hefur byggt upp traustan hóp viðskiptavina.

AB-varahlutir þjónusta hvort heldur sem er bifreiðaverkstæði og almenning og hafa það að markmiði að vera
"ÞINN HAGUR Í BÍLAVARAHLUTUM"“.

AB varahlutir ehf.
Kt. 691096-2899
Funahöfði 9 – 110 Rvk
s. 567 6020
ab@ab.is
Banki: 0324-26-2696