Verslun

Show all

ISO-FIX Base fyrir Baby Safe stól

24.990kr.


Farðu inná mínar síður hjá Sjóvá
og náðu í þinn afsláttarkóða.

Aðeins 2 eftir á lager

Vörunúmer: BR2000005985 Flokkar: ,

Frá fæðingu – 83 cm (≈ 15 mánaða / 13 kg)

EINFÖLD OG ÖRUGG ÍSETNING
Með BABY-SAFE ISO-FIX BASE botninum er auðvelt að koma fyrir og fjarlægja ungbarnakörfuna með
smelltri læsingu. Á ungbarnastólnum eru merki sem sýna hvenær hann er tryggilega festur á botninn.

HELSTU ATRIÐI
Einföld og örugg ísetning

Þar sem ungbarnastóllinn verður æði oft festur og tekinn úr bílnum, sér í lagi fyrstu mánuðina, höfum við gert það afar auðvelt með BABYSAFE ISO-FIX BASE botninum. Botninn er festur í bílinn með ISOFIX festingunum og ungbarnastóllinn smellist í og úr festingunum á auðveldan hátt. Merki á BABY-SAFE ISO-FIX sýna þegar stóllinn situr rétt á botninum, sem veitir foreldrum hugarró í hverri ferð.

HELSTU EIGINLEIKAR
Stuðningsfótur með hæðarstillingu

Stuðningsfóturinn veitir stólnum aukinn stöðugleika með stuðningi frá gólfi bílsins. Hann lágmarkar velti- og snúningshreyfingar, dregur úr þeim hreyfikröftum sem barnið verður fyrir í árekstrum, og veitir þeim því aukna vernd. Stuðningsfótinn má stilla eftir hæð bílsætis til að tryggja örugga ísetningu. Skýrar merkingar sýna þegar fóturinn hefur náð tryggri festu á bílgólfinu.

Burðargrip
Innbyggð grip á báðum hliðum og framhlið botnsins, auðvelda burð og flutninga á botninum

Þægilegt í geymslu
Þekkt er að ungbarnafjölskyldur þurfa margt að geyma, þannig að botninn er hannaður með litla rýmisþörf í huga. Stuðningsfótinn má brjóta saman þannig að búnaðinn er auðvelt að geyma í bílnum eða á heimili.

ISOFIX smellulengdarstilling
ISOFIX lengdarstillibúnaðurinn gerir kleift að lengja ISOFIX armana þannig að auðvelt er að festa, eða losa botninn frá ISOFIX festipunktum bílsins. Þegar ISOFIX festingarnar hafa tengst, ýtið á botninn þar til hann snertir bílsætisbakið. Þetta hindrar að ungbarnastóllinn lyftist upp við árekstur.

YTRI MÁL
Þyngd:8 kg
Stærð samanbrotinn: H 23 x B 44 x D 66 cm
Stærð í notkun: H 72 x B 44 x D 64 cm