Verslun

Show all

Brútus Súper Extra

Þessi vara er ekki til á lager og þvi ófáanleg eins og er.

Vörunúmer: Á ekki við Flokkur:

Brútus Super Extra er fjölnota hreinsiefni, sem leysir upp m.a. olíur, tjöru, sót, fitu og prótín.

Notaðar eru eingöngu endurvinnanlegar umbúðir undir vöruna, auk þess sem að umbúðir 20 l og stærri eru með skilagjaldi.

Eiginleikar
Brútus Super Extra er fjölnota hreinsiefni, sem leysir upp m.a. olíur, tjöru, sót, fitu og prótín. Notkunarsvið Brútus Super Extra er fjölbreytt, en Brútus Super Extra má t.d. nota til að þrífa veggi og gólf á verkstæðum, vélar og vélasamstæður og vinnugalla. Einnig hentar Brútus Super Extra vel til tjöruhreinsunar á farartækjum, til báta- og skipahreinsunar og til daglegra þrifa á ýmsu iðnaðarhúsnæði, t.d. fitugum gólfum í matvælaiðnaði og sótugum flötum á verkstæðum.
Brútus Super Extra er einnig hægt að nota með þvottadufti til þvotta á óhreinum vinnugöllum með olíu, feiti og sóti og á öðrum þvotti með miklum lífrænum óhreinindum. Brútus Super Extraleysir mjög vel upp olíu, feiti og önnur lífræn óhreinindi. Brútus Super Extra inniheldur engin óæskileg leysiefni svo sem terpentínu og klórbundin leysiefni og hentar því sérlega vel til þrifa í lokuðum rýmum.

Notkun:

Við yfirborðshreinsun er algengasta blöndunarhlutfall 3-5%

Við þvott á vinnugöllum er Brútus Super Extra notað í forþvott. Notið 10-20 ml/kg af þvotti eftir óhreinindum. Mjög gott er að nota Sóley þvottaduft, 4-6g/kg af þvotti. Ef um mjög óhreinan þvott er að ræða, má einnig bæta við Fituleysi.

Magn

5 lítrar, 20 lítrar